Innlent

Aflaverðmæti eykst um átta prósent á milli ára

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 63 milljörðum króna á fyrstu átta mánuðum þessa árs sem er um 4,5 milljörðum króna meira en á sama tíma í fyrra.

Þá reyndist aflaverðmætið 58,5 milljarðar eftir því sem segir á vef Hagstofunnar. Hlutfallslega er verðmætaaukningin um átta prósent á milli ára.

Aflaverðmæti botnfisks dróst þó saman um 2,6 prósent á milli ára og nam um 44 milljörðum á fyrstu átta mánuðum þessa árs. Munar þar mest um minna verðmæti þorskafla. Hins vegjar jókst verðmæti flatfiskafla um rúman fimmtung og verðmæti uppsjávarafla jókst einnig um rúman fimmtung og nam hann tæpum 14 milljörðum frá janúar til ágústloka. Munar þar mestu um aukið verðmæti makríl- og síldarafla.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×