Innlent

Búddistar fá lóð undir hof í Hádegismóum

Hofið verður væntanlega í nágrenni við Morgunblaðshúsið sem er við Hádegismóa.
Hofið verður væntanlega í nágrenni við Morgunblaðshúsið sem er við Hádegismóa.

Skipulagsráð hefur samþykkt að úthluta Búddistafélagi Íslands lóð við Hádegismóa undir búddahof. Sú ákvörðun var tekin á fundi ráðsins í síðustu viku og bíður nú staðfestingar borgarráðs.

Fram kemur í fundargerð skipulagsráðs að um 600 fermetrar fari undir hofið og tólf bílastæði. Þrjár byggingar verða á reitnum, hof, samkomu- og fyrirlestrarsalir og stúpa eða strýta sem einkennir búddahof.

Það er Vífill Magnússon arkitekt sem teiknar hofið en hann sagði í samtali við fréttastofu að enn ætti eftir að fullhanna bygginguna. Búddistafélagið áformar að kynna bygginguna undir lok mánaðarins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×