Erlent

Steranotkun eykst í Danmörku

Notkun anabólískra stera til aukningar vöðvamassa hefur aukist í Danmörku ef marka má niðurstöður nýlegrar könnunar þar í landi.

Mest hefur notkunin aukist hjá aldurshópnum 15 til 25 ára en það er jafnframt sá aldurshópur sem er hvað síst meðvitaður um afleiðingar steranotkunar en þar má nefna þunglyndi, sykursýki, ófrjósemi og skapofsa. Af 482 lyfjaprófum sem framkvæmd hafa verið í Danmörku á árinu hafa 107 reynst jákvæð.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×