Erlent

Lýtaaðgerðaíkill veit ekki hversu oft hann hefur farið undir hnífinn

Úr myndasafni.
Úr myndasafni.

Lýtaaðgerðir geta orðið fíkn og þannig hefur kínverskur lýtaaðgerðafíkill ekki hugmynd um hversu oft hann hefur farið undir hnífinn.

Hún er þekkt sem svar Kína við Michael Jackson en heitir í raun Shi Sanba, er 55 ára gömul og reyndar sjálf lýtalæknir. Sanba fylgist greinilega vel með nýjungum í fagi sínu þar sem hún hefur gengist undir tugi lýtaaðgerða síðan árið 1985. Eru aðgerðirnar orðnar svo margar að hún hefur enga tölu á þeim lengur.

Meðal þeirra útlitsbreytinga sem orðið hafa á Sanba eru breytt nef, haka, brjóst magi og meira að segja augnlok. Auk þess lætur hún í sífellu fjarlægja hrukkur enda reykir hún marga pakka af sígarettum á dag. Öll þessi fyrirhöfn hlýtur að skila sér í velgengni í faginu og svo er það vissulega.

Sanba rekur lýtaaðgerðastofu í Peking og hefur á sínum snærum tæplega 80 lækna og hjúkrunarfræðinga. Hún segir það hentugt að geta veitt viðskiptavinum sínum ráðgjöf um eitthvað sem hún hefur margreynt á eigin skinni enda er nóg að gera hjá henni og stofa hennar sú fjölsóttasta í Kína en lýtaaðgerðastofur spretta þar upp eins og gorkúlur um þessar mundir í hinu nýhafna kínverska góðæri.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×