Erlent

Réttarhöld vegna morðsins á Politkovskaju að hefjast

MYND/AP

Réttarhöld vegna morðsins á rússnesku blaðakonunni Önnu Politkovskaju hefjast í Moskvu í dag þrátt fyrir að morðinginn sjálfur sé enn á flótta.

Politkovskaja, sem var harður gagnrýnandi stjórnvalda í Rússlandi og fjallaði um grimmdarverk í stríðinu ísjetsjeníu, var myrt við heimili sitt í Moskvu fyrir um tveimur árum og eru fjórir menn í haldi vegna morðsins.

Það eru fyrrverandi leyniþjónustumaður og lögreglumaður ásamt tsjetsjenskum bræðrum sem taldir eru viðriðnir málið. Hin grunaði morðingi, Rustan Makhmudov, er hins vegar ófundinn en talið er að hann hafi flúið land. Við réttarhöldin í dag verður ákveðið hvort þau fari fram á bak við luktar dyr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×