Erlent

Írakar samþykkja veru Bandaríkjamanna í þrjú ár í viðbót

Ríkisstjórn Íraks samþykkti í morgun samkomulag við Bandaríkjamenn sem heimilar veru bandarískra hermanna í Írak næstu þrjú árin til viðbótar. Samkomulagið verður lagt fyrir íraska þingið síðar í vikunni.

Að óbreyttu hefði umboð bandarískra hermanna runnið út um áramótin. Talið er að nýja samkomulagið feli í sér að bandarískir hermenn verði allir farnir frá Írak fyrir lok árs 2011.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×