Innlent

Á 134 með útrunnin ökuréttindi

Karlmaður um tvítugt var handtekinn í nótt eftir að lögreglan í Borgarnesi stöðvaði för hans á Vesturlandsvegi. Hann var þá á 134 kílómetra hraða á klukkustund með útrunnin ökuréttindi. Lögregla grunar manninn um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna. Tveir farþegar voru með manninum í bílnum og með aðstoð fíkniefnaleitarhunds fundust kannabisefni á öðrum þeirra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×