Lífið

Nýstárleg sýning á dags- og skammdegislýsingu

Ljós í myrkri er sýning þar sem varpað er ljósi á þróun rafmagnslýsingar og verður hún opnuð fimmtudaginn 24. júlí næstkomandi, klukkan 17 í Galleríi 100° í Orkuveituhúsinu að Bæjarhálsi 1.

Í fréttatilkynningu frá Orkuveitunni segir að á sýningunni verður kastljósinu m.a. beint að því hvernig lýsing og birta hefur áhrif á mannslíkamann. ,,Þar eru hormónin kortisól og melatónín í sviðsljósinu. Þau stjórna líkamsklukkunni á þann veg að kortisól vekur okkur og skerpir athyglina en melatónín veldur syfju."

Að sýningunni koma sérfræðingar á ýmsum sviðum hýbýla- og skrifstofulýsingar og verða dags- og skammdegislýsing í brennidepli. Þar skiptir litur ljóssins ekki síður máli en styrkur þess.

Á sýningunni verða einnig kynntar niðurstöður ljósmyndarannsóknar á sólsetrinu í Reykjavík.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.