Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi, til greiðslu 300 þúsund króna sektar og svipt hann ökurétti í eitt og hálft ár fyrir ýmis fíkniefna- og umferðarlagabrot.
Manninum var meðal annars gefið að sök að hafa ekið bíl undir áhrifum áfengis og fíkniefna á rúmlega 140 kílómetra hraða og reynt að stinga lögregluna af þegar hún hugðist stöðva hann. Endaði ökuferðin í garði við hús í Garðabæ.
Fann lögregla töluvert magn fíkniefna í fórum mannsins, þar á meðal amfetamín, hass og marijúana. Efnin fundust bæði í bíl mannsins og í fyrirtæki tengdu honum. Við leit í sama fyrirtæki nokkrum mánuðum síðar fann lögreglan aftur fíkniefni, þar á meðal amfetamín, kókaín og marijúana.
Maðurinn játaði sök og var hann því sakfelldur fyrir öll brotin.