Innlent

Eldur í mannlausu raðhúsi á Reyðarfirði

Reyðarfjörður.
Reyðarfjörður. MYND/Skip.is

Nýlegt raðhús á Reyðarfirði, sem ekki er búið í, skemmdist talsvert í eldi sem kviknaði þar um klukkan fjögur í nótt. Reykskynjari gerði nágrönnum viðvart, sem kölluðu á slökkvilið. Slökkvistarf gekk vel en eldsupptök eru ókunn. Þykir skynjarinn hafa sannað gildi sitt því án hans hefði eldurinn sjálfsagt náð að magnast og breiðast út.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×