Innlent

Enn allt á huldu um ástæðu árásar á Barónsstíg

MYNd/Þorgeir
Lögrregla yfirheyrir nú mennina sem lentu í áflogum á gatnamótum Barónsstígs og Hverfisgötu í dag með þeim afleiðingum að einn skarst illa á hendi. Enn er ekki komið í ljós hvað olli átökunum. Þrír eru í haldi lögreglu og segir vaktstjóri að málsaðilar séu allir ungir að aldri, 17 og 18 ára gamlir. Á heimasíðu DV í dag var sagt að um uppgjör tveggja hópa af erlendum uppruna hafi verið að ræða en vaktstjóri segir það ekki rétt, hinir handteknu séu allir Íslendingar og fórnarlambið sömuleiðis.

Að öðru leyti hefur dagurinn gengið vel fyrir sig að sögn lögreglu og gekk umferð vel að loknum hátíðarhöldum Hinsegin daga en talið er að um 40 þúsund manns hafi verið í bænum þegar mest var.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×