Lífið

Ljóðakeppni á Litla-Hrauni

Einar Már Guðmundsson er í dómnefnd.
Einar Már Guðmundsson er í dómnefnd.

Undanfarið hafa fangar á Litla-Hrauni verið að vinna með ljóðið en hugmyndin hefur verið að færa ljóðið nær föngunum. Ljóðabækur hafa legið frammi og ljóð verið hengd upp á veggi, lögð á borð og límd á innanverðar klósettdyr, svo dæmi séu nefnd.

Hinsvegar stóð bókasafnið fyrir ljóðasamkeppni meðal fanga. Hugmyndin að ljóðaátakinu kveiknaði í tengslum við það að hálf öld var liðin frá dánardegi Steins Steinarrs auk aldarafmælis skáldsins í haust. Ljóðasamkeppnin á Hrauninu fór því fram undir yfirskriftinni: „Steinn í steininum".

Stórskotalið íslensks bókmenntaheims hefur sest í úrvalsdómnefnd og valið úr innsendum ljóðum. Formaður dómnefndar er Silja Aðalsteinsdóttiri, en auk hennar sitja Einar Már Guðmundsson, Hallgrímur Helgason, Ísak Harðason og okkar maður, fangavörðurinn Björn Ingi Bjarnarson í nefndinni. Þau hafa nú fundað um ljóð fanganna og munu mæta á Hraunið á morgun til þess að kunngjöra úrslitin.

Af tilefninu ætlar Heiðar I. Svansson, sölustjóri Forlagsins, að afhenda verðlaun fyrir bestu ljóðin og nokkrir vistmenn fangelsins flytja tónlistaratriði.

Möguleikinn á góðri og skemmtilegri uppákomu sem þessari, sem styttir stundir og eflir anda innan múra, er tilkomin vegna aðstoðar og velvilja allra sem að henni koma. Forlagið, sem gefur verðlaunin og EB-hljóðkerfi, sem lána okkur græjur fyrir tónlistarflutninginn, en ekki síst stöndum við í mikilli þakkarskuld við meðlimi dómnefndar, sem öll hafa sýnt vinnunni mikinn og einlægan áhuga og unnið aðdáunarvert góðgerðastarf. Við hlökkum til að deila þessum degi með þeim.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fangelsinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.