Innlent

Ók á staur í hálku

Þrír slösuðust, en enginn þó alvarlega, þegar ökumaður missti stjórn á bíl sínum í flughálku á Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði laust upp úr miðnætti og hafnaði á ljósastaur.

Staurinn brotnaði og bíllinn skemmdist svo mikið að olía lak af honum og þurfti að kalla á slökkviliðið til að hreinsa hana upp. Bíllinn var svo fjarlægður með kranabíl.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×