Lífið

Jolie komin heim af spítalanum

Angelina Jolie fór heim í morgun af spítalanum þar sem hún fæddi tvíbura í síðustu viku.

Jolie hefur dvalið á Santa Maria spítalanum í Nice Suður-Frakklandi undanfarna daga eða síðan hún fæddi tvíburana Vivienne Marcheline og Knox Leon.

Eiginmaður hennar, Brad Pitt, var viðstaddur fæðinguna.

Jolie og Pitt ætla ekki að yfirgefa Frakkland heldur héldu þau í morgun í hús sem þau leigðu nýlega undir fjölskyldu sína. Þar ætla þau að dvelja næstu mánuði.

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.