Innlent

Slapp útrúlega vel úr bílveltu

Karlmaður, sem var einn í bíl sínum, slapp ótrúlega lítið meiddur að sögn lögreglu, þegar bíll hans fór út af Eyrarbakkavegi, skammt frá Stokkseyrarafleggjaranum á tólfta tímanum í gærkvöldi.

Bíllinn valt margar veltur og staðnæmdist heila sextíu metra utan vegar og er gjörónýtur. Lögregla er ekki í vafa um að það hafi bjargað manninum að hann var í bílbelti. Hann var fluttur á heilsugæsluna á Selfossi til aðhlynningar og skoðunar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×