Íslenski boltinn

Henrik Eggerts missir af næstu leikjum Fram

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Henrik Eggerts er hér lengst til hægri í leik Fram og Breiðabliks í undanúrslitum Lengjubikarkeppninnar.
Henrik Eggerts er hér lengst til hægri í leik Fram og Breiðabliks í undanúrslitum Lengjubikarkeppninnar. Mynd/Daníel

Danski miðvallarleikmaðurinn Henrik Eggerts verður ekki með liði Fram í næstu tveimur leikjum að minnsta kosti vegna meiðsla.

Hann er tognaður aftan á læri og staðfesti Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, í samtali við Vísi að hann yrði frá næstu 2-3 leiki.

Fram vann góðan 3-0 sigur á Fylki í Árbænum í fyrstu umferð og mætir næst HK á heimavelli á fimmtudaginn. Fram mætir í þriðju umferð ÍA á Akranesi á þriðjudaginn.

Jón Þorgrímur Stefánsson skoraði fyrsta mark Fram gegn Fylki en þurfti stuttu síðar að fara af velli vegna meiðsla. Hann er meiddur á hné en ekki er ljóst enn sem komið er hversu lengi hann verður frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×