Lífið

Helgi Seljan og Kata Bessa trúlofuð

sev skrifar
Helgi beitti nýstárlegum aðferðum við bónorðið.
Helgi beitti nýstárlegum aðferðum við bónorðið. MYND/Páll Bergmann
Sjónvarpsparið Helgi Seljan og Katrín Rut Bessadóttir eru trúlofuð. Parið hefur verið saman í þrjú ár, og eiga saman dótturina Indíönu. Trúlofunin hafði staðið til í nokkurn tíma, en hringana keypti Helgi þegar parið var í fríi á Jamaíka fyrir tæpu einu og hálfi ári.

Hann mun hafa lagt mikla áherslu á að bónorðið yrði ekki of væmið, og fór töluverður tími í að skipuleggja hvernig best væri að fara að þessu. Venjan er að menn fari niður á annað hnéð þegar þeir biðja sinnar heittelskuðu, en Helgi bætti um betur og fór niður á þau bæði. Sú aðferð ku hafa minnt óþægilega á sjónvarpsmanninn smávaxna, Ragnar Reykás.

Þrátt fyrir þennan smávægilega vandræðagang sagði Kata já, og stefnir parið að því að gifta sig næsta sumar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.