Lífið

Idol keppandi í ruglinu

sev skrifar
Það er auðvelt að ofmetnast af þáttöku í American Idol. Kristy Lee Cook, sem var send heim úr raunveruleikaþættinum fyrir nokkrum vikum, virðist að minnsta kosti hafa misskilið eigin frægð örlítið.

Söngfuglinn ætlaði í gær að láta laga á sér neglurnar á lítilli stofu í heimabæ sínum, Grants Pass í Oregon. Samkvæmt heimildum TMZ hringdi hún á undan sér til að panta tíma og biðja um að sér yrði hleypt inn bakdyramegin. Enda gat hún ekki hugsað sér að þurfa að troðast í gegnum hóp æstra aðdáenda.

Vandamálið var hinsvegar að enginn á snyrtistofunni heyrt á hana minnst áður. Þar að auki biðu hennar engir æstir aðdáendur. Kristy gekk því ein síns liðs og óáreitt upp að almennum inngangi snyrtistofunnar, og sneri aftur með fullkomlega snyrta fingur og tær.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.