Lífið

Dennis Rodman í meðferð

Körfuknattleiksmaðurinn litríki, Dennis Rodman, er farinn í meðferð. Samkvæmt heimildum vefsíðunnar TMZ innritaði Rodman sig á göngudeild meðferðarstofnunar í Fort Lauderdale í morgun, einungis nokkrum dögum eftir að hann varð kærður fyrir heimilisofbeldi.

Fyrsta maí lentu voru Rodman og kærastan á fylleríi á hóteli í Los Angeles. Þau enduðu í slag og hún fékk marblett á hendi. Lögregla var kölluð til og handtók Rodman. Talsmaður körfuboltakappans sagði í kjölfarið að hann hefði drukkið stíft undanfarið, enda stæði hann í blóðugum skilnaði, og fengi ekki að hitta börnin sín.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.