Innlent

Gera ráð fyrir helmingslækkun húsnæðisverðs

Á þriðja fjórðungi ársins lækkaði húsnæðisverð á milli ára að nafnvirði í fyrsta skipti frá árinu 1997. Seðlabankinn spáir því að húsnæðisverð haldi áfram að lækka í kjölfar þess að eftirspurn eftir húsnæði dalar vegna fjármálakreppunnar, kaupmáttur rýrnar, framboð lánsfjár dregst saman og erlendir starfsmenn flytja af landi brott. Þetta kemur fram í nýjasta hefti Peningamála.

Samkvæmt spánni lækkar húsnæðisverð að nafnvirði um tæplega 13% á næsta ári og um tæplega 17% til viðbótar árið 2010. Samtals er því gert ráð fyrir að húsnæðisverð lækki um 28% að nafnvirði milli ársmeðaltala 2007-2011, sem samsvarar tæplega helmingslækkun að raunvirði.

Seðlabankinn segir að lækkun húsnæðisverð muni gegna lykilhlutverki í hjöðnun verðbólgu á næstu misserum. Fyrir utan bein áhrif í gegnum húsnæðislið neysluverðsvísitölunnar dragi lækkun húsnæðisverðs úr auði heimila og stuðli þannig að minnkandi einkaneyslu.




Tengdar fréttir

Óbreyttir stýrivextir hjá Seðlabankanum

Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 18 prósentum en hefðbundinn vaxtaákvörðunardagur er í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×