Lífið

Sigur Rós í Eurovisiongír

Rússland kallar 2009 Vinnum við loksins Eurovision með Sigur Rós?
Rússland kallar 2009 Vinnum við loksins Eurovision með Sigur Rós?

Í nýlegu viðtali við götublaðið The Sun segir Jónsi í Sigur Rós að bandið hefði samið lagið „Gobbledigook" eftir að hafa horft á Eurovision-söngvakeppnina.

„Við vorum í bóndabæ sem við leigðum og horfðum á alla keppnina. Þetta var langt kvöld og eftir á voru heilarnir á okkur svo gjörsamlega steiktir að við bara urðum að semja þetta lag."

Fyrst Sigur Rós horfir á Euro­vision liggur næsta skref í augum uppi: þeir semja og flytja framlag Íslands í keppninni næst! Annað eins hefur nú gerst. Hinn eitursvali Sébastien Tellier keppti til dæmis fyrir Frakkland síðast og rokkhundarnir í System of a Down hafa lýst yfir að þeir vilji keppa fyrir hönd Armeníu næst.

Þórhallur Gunnarsson, dagskrárstjóri Sjónvarpsins, hlýtur bara í þessum töluðum orðum að vera að leita að símanúmerinu hjá Jónsa.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.