Leoncie ósátt við stuðningsleysi ríkisstjórnarinnar 1. júlí 2008 14:37 „Það er ekki nægur peningur í heiminum til að fá mig til að vera berbrjósta í tónlistamyndböndunum mínum," segir söngkonan Leoncie. Hún er ekki allskostar sátt við frétt sem birtist á Vísi í síðustu viku þar sem haft er eftir vefútgáfu New York Entertainment að eitt myndbanda hennar hefði verið fjarlægt af YouTube.com fyrir þær sakir að hún hefði berað brjóst sín í því. Þá var haft eftir blaðinu að Leoncie líki sér við Madonnu vegna eigin kynþokka, margbreytilegs hárstíls og hressilegra tónlistamyndbanda sinna. Leoncie segir það eitt sameiginlegt með sér og Madonnu að þeim sé báðum alveg sama um hvað öfundsjúkum fávitum finnist um sig. Margir íslendingar séu að farast úr öfundsýki vegna tónlistar hennar og myndbanda. „Þeir þola ekki að ég semji betri íslensk lög en þeir gera," segir söngkonan. „Það er þeirra vandamál." Leoncie hefur þó um margt annað að hugsa en neikvæða umfjöllun. Hún segir að heilmikið sé að gerast í tónlistarferlinum, og hún sé ánægð í Englandi, þar sem betur sé farið með hana en hér heima. „Íslenska lögreglan, Dómsmálaruslið og allt þetta ömurlega kerfi á það skilið að því sé sturtað niður í klósettið. Lögreglan og fólkið í Englandi er frábært," segir Leoncie, sem finnst hún ekki hafa verið metin að verðleikum á Íslandi. „Íslenska ríkisstjórnin styður mig ekki eins og allt þetta fólk sem er öfundssjúkt út í mig. Sigur rós, Björk og aðrar hæfileikalausar blöðrur sem geta ekki gert neitt án stuðnings frá ríkinu." Myndbönd Leoncie má sjá á notendasvæði hennar á YouTube.com Mest lesið „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Menning Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri Tíska og hönnun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Menning Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið Fleiri fréttir Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Sjá meira
„Það er ekki nægur peningur í heiminum til að fá mig til að vera berbrjósta í tónlistamyndböndunum mínum," segir söngkonan Leoncie. Hún er ekki allskostar sátt við frétt sem birtist á Vísi í síðustu viku þar sem haft er eftir vefútgáfu New York Entertainment að eitt myndbanda hennar hefði verið fjarlægt af YouTube.com fyrir þær sakir að hún hefði berað brjóst sín í því. Þá var haft eftir blaðinu að Leoncie líki sér við Madonnu vegna eigin kynþokka, margbreytilegs hárstíls og hressilegra tónlistamyndbanda sinna. Leoncie segir það eitt sameiginlegt með sér og Madonnu að þeim sé báðum alveg sama um hvað öfundsjúkum fávitum finnist um sig. Margir íslendingar séu að farast úr öfundsýki vegna tónlistar hennar og myndbanda. „Þeir þola ekki að ég semji betri íslensk lög en þeir gera," segir söngkonan. „Það er þeirra vandamál." Leoncie hefur þó um margt annað að hugsa en neikvæða umfjöllun. Hún segir að heilmikið sé að gerast í tónlistarferlinum, og hún sé ánægð í Englandi, þar sem betur sé farið með hana en hér heima. „Íslenska lögreglan, Dómsmálaruslið og allt þetta ömurlega kerfi á það skilið að því sé sturtað niður í klósettið. Lögreglan og fólkið í Englandi er frábært," segir Leoncie, sem finnst hún ekki hafa verið metin að verðleikum á Íslandi. „Íslenska ríkisstjórnin styður mig ekki eins og allt þetta fólk sem er öfundssjúkt út í mig. Sigur rós, Björk og aðrar hæfileikalausar blöðrur sem geta ekki gert neitt án stuðnings frá ríkinu." Myndbönd Leoncie má sjá á notendasvæði hennar á YouTube.com
Mest lesið „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Menning Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri Tíska og hönnun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Menning Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið Fleiri fréttir Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Sjá meira