Leoncie ósátt við stuðningsleysi ríkisstjórnarinnar 1. júlí 2008 14:37 „Það er ekki nægur peningur í heiminum til að fá mig til að vera berbrjósta í tónlistamyndböndunum mínum," segir söngkonan Leoncie. Hún er ekki allskostar sátt við frétt sem birtist á Vísi í síðustu viku þar sem haft er eftir vefútgáfu New York Entertainment að eitt myndbanda hennar hefði verið fjarlægt af YouTube.com fyrir þær sakir að hún hefði berað brjóst sín í því. Þá var haft eftir blaðinu að Leoncie líki sér við Madonnu vegna eigin kynþokka, margbreytilegs hárstíls og hressilegra tónlistamyndbanda sinna. Leoncie segir það eitt sameiginlegt með sér og Madonnu að þeim sé báðum alveg sama um hvað öfundsjúkum fávitum finnist um sig. Margir íslendingar séu að farast úr öfundsýki vegna tónlistar hennar og myndbanda. „Þeir þola ekki að ég semji betri íslensk lög en þeir gera," segir söngkonan. „Það er þeirra vandamál." Leoncie hefur þó um margt annað að hugsa en neikvæða umfjöllun. Hún segir að heilmikið sé að gerast í tónlistarferlinum, og hún sé ánægð í Englandi, þar sem betur sé farið með hana en hér heima. „Íslenska lögreglan, Dómsmálaruslið og allt þetta ömurlega kerfi á það skilið að því sé sturtað niður í klósettið. Lögreglan og fólkið í Englandi er frábært," segir Leoncie, sem finnst hún ekki hafa verið metin að verðleikum á Íslandi. „Íslenska ríkisstjórnin styður mig ekki eins og allt þetta fólk sem er öfundssjúkt út í mig. Sigur rós, Björk og aðrar hæfileikalausar blöðrur sem geta ekki gert neitt án stuðnings frá ríkinu." Myndbönd Leoncie má sjá á notendasvæði hennar á YouTube.com Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Fleiri fréttir Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Sjá meira
„Það er ekki nægur peningur í heiminum til að fá mig til að vera berbrjósta í tónlistamyndböndunum mínum," segir söngkonan Leoncie. Hún er ekki allskostar sátt við frétt sem birtist á Vísi í síðustu viku þar sem haft er eftir vefútgáfu New York Entertainment að eitt myndbanda hennar hefði verið fjarlægt af YouTube.com fyrir þær sakir að hún hefði berað brjóst sín í því. Þá var haft eftir blaðinu að Leoncie líki sér við Madonnu vegna eigin kynþokka, margbreytilegs hárstíls og hressilegra tónlistamyndbanda sinna. Leoncie segir það eitt sameiginlegt með sér og Madonnu að þeim sé báðum alveg sama um hvað öfundsjúkum fávitum finnist um sig. Margir íslendingar séu að farast úr öfundsýki vegna tónlistar hennar og myndbanda. „Þeir þola ekki að ég semji betri íslensk lög en þeir gera," segir söngkonan. „Það er þeirra vandamál." Leoncie hefur þó um margt annað að hugsa en neikvæða umfjöllun. Hún segir að heilmikið sé að gerast í tónlistarferlinum, og hún sé ánægð í Englandi, þar sem betur sé farið með hana en hér heima. „Íslenska lögreglan, Dómsmálaruslið og allt þetta ömurlega kerfi á það skilið að því sé sturtað niður í klósettið. Lögreglan og fólkið í Englandi er frábært," segir Leoncie, sem finnst hún ekki hafa verið metin að verðleikum á Íslandi. „Íslenska ríkisstjórnin styður mig ekki eins og allt þetta fólk sem er öfundssjúkt út í mig. Sigur rós, Björk og aðrar hæfileikalausar blöðrur sem geta ekki gert neitt án stuðnings frá ríkinu." Myndbönd Leoncie má sjá á notendasvæði hennar á YouTube.com
Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Fleiri fréttir Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Sjá meira