Innlent

Ótti getur skýrt gott fylgi Vg

Doktor í sálfræði segir að ótti geti haft áhrif á hvaða stjórnmálaflokk fólk styður. Fólk kýs frekar íhaldssama flokka þegar það er hrætt og það geti mögulega útskýrt gott fylgi Vinstri grænna um þessar mundir.

Hulda Þórisdóttir er doktor í sálfræði en hún kennir við hinn virta Princeton háskóla í bandaríkjunum þar sem hún hefur einnig stundað rannsóknir. Eitt af hennar helstu rannsóknarefnum er með hvaða hætti óttinn hefur áhrif á stjórnmálaviðhorf almennings. Á Íslandi eru nú margir óttaslegnir um sinn hag og við leituðum því til Huldu og spurðum hana hvort og með hvaða hætti þessi ótti hefði áhrif á fylgi stjórnmálafloka.

Á meðal þess sem Hulda hefur rannsakað er hvernig stjórnvöld í bandaríkjunum nýtti sér ótta almennings í kjölfarið á hryðjuverkaárásnum 11. september. Hún segist ekki hafa tekið eftir því að íslenskir stjórnmálamenn hafi nýtt sér ótta fólks á kerfisbundinn hátt en að sumir stjórnmálaflokkar græði engu að síður meira á honum en aðrir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×