Erlent

Evrópuríki stofni þjóðarsjóði til að verjast ásælni að utan

Forseti Frakklands vill að Evrópuríki taki höndum saman um að verjast ásælni fjárfesta í öðrum heimshlutum þegar efnahagsvandi steðjar að.

Í ávarpi á Evrópuþinginu í Strasborg í dag sagði Nicolas Sarkozy að hann vildi ekki að Evrópubúar vöknuðu við það eftir nokkra mánuði að evrópsk fyrirtæki tilheyrðu mönnum í öðrum heimshlutum sem hefðu keypt þau á brunaútsölu.

Forsetinn lagði til að öll Evrópuríki stofni þjóðarsjóði sem hægt sé að grípa til ef á móti blæs. Þessir sjóðir geti svo tekið höndum saman til varnar ef þurfa þyki.

Í niðursveiflunni sem nú er hefur verið lítið um samstöðu. Hver þjóð hefur barist í sínu horni til þess að verja eigin hagsmuni.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×