Lífið

Britney í góðu jafnvægi

Jenny, Jim og Britney.
Jenny, Jim og Britney.

Daginn eftir að Britney Spears samþykkti fyrir rétti að veita fyrrverandi eiginmanni, Kevin Federline, 100% forsjá yfir drengjunum þeirra, gegn því að hún fengi að umgangast þá oftar og lengur, gaf hún sér tíma til að mæta á samkomu sem Jim Carrey og kærastan hans Jenny McCarthy héldu til styrktar einhverfum börnum en McCarthy á einhverfan son frá fyrra sambandi.

Að sögn gesta leit Britney vel út og virtist vera í góðu jafnvægi þrátt fyrir að hún hafi haldið sig algjörlega til baka og rætt við fáa gesti í veislunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.