Lífið

Tónleikum Sálarinnar aflýst - Leyfi lágu ekki fyrir

Sökum þess að forráðamenn Ölfushallarinnar náðu ekki að afla tilskilinna leyfa verður ekkert af tónleikum sem Sálin hans Jóns míns hafði fyrirhugað að halda þar í kvöld.

"Það verður að segja hverja sögu eins og hún er og í afar stuttu máli var það svo, að þrátt fyrir ítrekuð loforð staðarhaldara til okkar þess efnis að tilskilin leyfi lægju fyrir, þá héldu þau loforð ekki þegar á hólminn var komið," segir Stefán Hilmarsson söngvari.

Ástæðurna lúta meðal annars að hans sögn að brunavörnum og öðrum reglum sem staðarhöldurum hefur af þar til bærum yfirvöldum ítrekað verið uppálagt að gera bót á.

Stefán vonast til þess enginn hljóti af þessu óþægindi og að Sálin getir haldið tónleika á Suðurlandi sem fyrst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.