Vinir Angelinu Jolie, 33 ára, og Brads Pitt, 44 ára, sögðu við In Touch tímaritið að Brad væri í skýjunum yfir mánaðargömlum tvíburunum en hann væri „þreyttur á góðan hátt".
Brad sinnir foreldrahlutverkinu og eyðir dágóðum tíma með 6 ára syni þeirra, Maddox sem er ættleiddur frá Kambódíu.
Feðgarnir leika sér saman á Go-kart braut nálægt heimili þeirra í Suður- Frakklandi og hafa gert það síðan fjölskyldan flutti þangað fyrr á þessu ári.