Lífið

Morgan Freeman að skilja við eiginkonuna

Morgan Freeman og Myrna Colley-Lee.
Morgan Freeman og Myrna Colley-Lee. MYND/Getty
Leikarinn Morgan Freeman er að skilja við Myrnu Colley-Lee, eiginkonu sína til 24 ára. Lögfræðingur hans staðfesti þetta í sjónvarpsviðtali í gær, og sagði hjónin hafa skilið að borði og sæng í desember síðastliðnum.

Leikarinn lenti í alvarlegu bílslysi fyrir nokkrum dögum, þegar bíll sem hann keyrði fór út af vegi skömmu frá heimili hans og valt mörgum sinnum. Bíllinn tilheyrði konu í farþegasætinu, Demaris Meyer, sem var lýst sem vinkonu leikarans. Freeman slasaðist töluvert, en vinkonan fékk að fara heim af sjúkrahúsi eftir skoðun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.