Innlent

Samþykkt að byggja við Korpuskóla

SHA skrifar
Júlíus Vífill Ingvarsson, formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar, flytur erindi á fundinum í kvöld.
Júlíus Vífill Ingvarsson, formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar, flytur erindi á fundinum í kvöld. Fréttablaðið/Stefán

Samþykkt var á fundi fulltrúa borgarstjórnar og foreldra nemenda við Korpuskóla í Grafarvogi í kvöld að strax á næsta ári verði ráðist í framkvæmdir á nýrri viðbyggingu skólans sem mun leysa af hólmi bráðabirgðakennslustofur sem reyndur heilsuspillandi. Vonast er til að nýbyggingin verði tekin í notkun árið 2010.

Mörg börn sem stundað hafa nám í þessum stofum fundu fyrir óþægindum eftir veru þar enda reyndust miklar rakaskemmdir í skúrunum sem hýstu kennslustofurnar.

Bráðabirgðastofurnar verða strax teknar úr umferð en á meðan framkvæmdunum stendur mun allt unglingastig Korpuskóla stunda nám í Víkurskóla.

Undirtektirnar við niðurstöðum fundarins voru nokkuð blendnar enda þýða þær að um fimmtungur nemenda skólans þarf að skipta um skóla og fyrir marga verður vegalengdin að heiman og í skólann töluvert lengri.

Flestir voru hins vegar ánægðir með að tekið yrði almennilega á vandanum, þó margir hefðu viljað sá aðgerðir fyrr.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×