Á morgun eigast við Englandsmeistarar Manchester United og nýliðar Hull en fáir áttu sjálfsagt von á því að í byrjun nóvember væri Hull fyrir ofan United í stigatöflunni.
Hull er með 20 stig í fimmta sæti og United tveimur stigum á eftir í því sjötta. United á reyndar leik til góða.
Engu að síður hefur gott gengi Hull komið Alex Ferguson, stjóra United, mjög á óvart.
„Ég meina þetta ekki á neikvæðan hátt en þetta sýnir hvaða árangri hægt er að ná þegar liðinu er stýrt á réttan hátt."
„Hull hefur náð frábærum árangri í haust og við munum fara af fullum krafti í þennan leik."
Leikurinn á morgun verður fyrsta viðureign liðanna í deildarkeppni í 33 ár.

