Viðskipti erlent

SAS býður ókeypis flug fyrir strandaglópa Sterling

SAS flugfélagið hefur ákveðið að aðstoða þá farþegasem eru strandaglópar víða um heim eftir gjaldþrot Sterling. Býður SAS þeim ókeypis flug til Kaupmannahafnar svo framarlega sem laus sæti eru til staðar í viðkomandi flugvélum.

Í frétt á börsen.dk segir að tilboð þetta gildi næstu 48 klukkustundirnar. Susanne Larsen forstjóri SAS segir í samtali við Ritzau fréttastofuna að ef til séu laus sæti á þeim leiðum sem bæði Sterling og SAS flugu mun farþegum Sterling standa til boða að nota farmiða sína með SAS án aukakostnaðar ef laus sæti eru til staðar.

SAS veit ekki í augnablikinu um hve marga farþega er að ræða en reiknar með að senda frá sér tilkynningu um það síðar í dag.

Þá segir Susanne einnig að starfsfólk Sterling sem sé strandað út í heimi geti haft samband við SAS sem muni koma því til Kaupmannahafnar.

Skjótt skipast veður í lofti því seinast í gær var greint frá því að til stæði að selja Sterling í dag eða á morgun.










Tengdar fréttir

Sterling verður lýst gjaldþrota í dag

Flugfélagið Sterling, sem er í eigu Íslendinganna Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar, verður lýst gjaldþrota um leið og siglinga- og verslunarrétturinn í Kaupmannahöfn verður opnaður á eftir.

Sterling selt á morgun eða hinn

Danska flugfélagið Sterling, sem er í eigu Fons, eignarhaldsfélags Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinsssonar, verður selt á næstu tveimur sólarhringum. Þetta segir Michael T. Hansen, markaðsstjóri félagsins, í samtali við samtali við danska vefinn takeoff.dk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×