Viðskipti erlent

Korthafar gætu fengið endurgreidda flugmiða Sterling

Þeir sem borguðu flugmiða sína hjá Sterling með alþjóðlegum greiðslukortum hjá Visa, Master Card og hugsanlega Diners fá miðana hugsanlega endurgreidda.

Samkvæmt frétt í Berlingske Tidende munu framangreind kortafyrirtæki hafa haldið að sér höndunum með stórar greiðslur til Sterling. Þetta er þekkt hvað varðar flugfélög sem eru í hættu á að fara í þrot.

Hinsvegar er afar ólíklegt að aðrir korthafar, eins og þeir sem greiddu flugmiðana með Dankort, fái nokkuð upp í kostnað sinn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×