Viðskipti erlent

Yfir 30.000 farþega Sterling án flugs og starfsmenn fá ekki laun

Talið er að yfir 30.000 farþegar Sterling séu nú strandaglópar víða um heiminn en Sterling var næststærsta flugfélag Danmerkur. Þá liggur fyrir að um 1.100 starfsmenn félagsins fá ekki greidd laun sín fyrir október.

Vefsíðan takeoff.dk ræðir við Ursulu Bresemann formann samtaka flugliða hjá Sterling. Hún segir að mikil gremja sé meðal starfsmannanna þar sem laun verða ekki borguð út og verða að leita til Ábyrgðarsjóðs launþega í Danmörku.

Ursula reiknað ekki með að fá miklar upplýsingar á starfsmannafundi sem Almar Örn Hilmarson heldur núna. "Þetta verður stuttur fundur og síðan hverfa íslensku eigendurnir frá Danmörku en við starfsfólkið stendur eftir án hjálpar," segir Ursula.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×