Viðskipti innlent

Sterling verður lýst gjaldþrota í dag

Flugfélagið Sterling, sem er í eigu Íslendinganna Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar, verður lýst gjaldþrota um leið og siglinga- og verslunarrétturinn í Kaupmannahöfn verður opnaður á eftir.

Á vefsíðunni Travel People Newsletter segir að þúsundir farþega félagsins séu nú strandaglópar víðsvegar um heim. Á heimasíðu Sterling segir meðal annars að eftir mikið tap á fyrri árum, hafi orðið hagnaður af rekstri félagsins í fyrra, fyrir fjármagnsliði.

Skyndileg og mikil olíuverðshækkun í sumar hafi hinsvegar komið illa við reksturinn, en hann hafi verið í endurskipulagningu og tveir fjárfestar hefðu sýnt áhuga á að kaupa félagið. En þegar bankarnir hrundu á Íslandi hafi bakland félagsins gufað upp og kaupendurnir kippt að sér höndunum,sem leitt hafi til þessara endaloka.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×