Ekki hafi þurft að breyta lögum um Seðlabanka vegna stýrivaxtaákvörðunar 31. október 2008 11:15 MYND/Vilhelm Geir H. Haarde forsætisráðherra telur ekki að breyta hefði þurft lögum um Seðlabanka Íslands vegna þeirrar ákvörðunar fyrr í vikunni að hækka stýrivexti í samræmi við samkomulag íslenskra stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, spurði forsætisráðherrar út í yfirlýsingu sem kom frá Seðlabankanum í gær vegna umræðu um það hver hefði tekið ákvörðun um hækkun stýrivaxta um helming. Í yfirlýsingunni hefði í raun komið fram að ákvörðun um stýrivaxtahækkun hefði ekki verið tekin af Seðlabankanum heldur af alþjóðlegri stofnun í samstarfi við ríkisstjórnina. Stóra spurningin væri sú hvort Seðlabankinn væri vegna þessa enn sjálstæð stofnun og hvort breyta hefði þurft lögum áður en vaxtaákvörðunin var tekin. Geir H. Haarde sagði að í viðræðum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn sem fulltrúar Seðlabankans og ríkisstjórnar hefðu átt hafi verið gert bráðabirgðasamkomulag sem kynnt hefði verið síðasta föstudag. Endanlegt samkomulag ætti eftir að fá samþykki stjórnar sjóðsins og ekki væri hægt að birta það í heild sinni. Það væri í mörgum liðum en í grunninn byggt á yfirlýsingu eða bréfi frá íslenskum stjórnvöldum sem yrði tekið fyrir á fundi stjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Í samkomulaginu væri gert ráð fyrir vissum sveigjanleika varðandi vaxtastigið og það hefði legið fyrir að í upphafi þyrfti að hækka vexti því það vantaði viðspyrnu á gjaldeyrismarkaði. Vaxtahækkunin hefðu þurft að koma til áður en samkomulagið yrði tekið fyrir hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Seðlabankinn tæki hina formlegu ákvörðun um hækkun vaxta og þar með gæti sá hluti samkomulagsins ekki verið leynarmál. Valgerður sagðist ekki vera að gagnrýna hækkunina sem slíka heldur hvernig hún birtist og þau misvísandi skilaboð sem hefðu borist frá ríkisstjórninni, stjórnarflokkunum og Seðlabankanum. Geir ítrekaði að Seðlabankinn hefði formlega tekið stýrivaxtaákvörðunina og kynnt hana enda væru þetta vextirnir sem yrðu í viðskiptum við aðra banka. Að baki ákvörðuninni lægi samkomulag þriggja aðila, sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans. Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Sjá meira
Geir H. Haarde forsætisráðherra telur ekki að breyta hefði þurft lögum um Seðlabanka Íslands vegna þeirrar ákvörðunar fyrr í vikunni að hækka stýrivexti í samræmi við samkomulag íslenskra stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, spurði forsætisráðherrar út í yfirlýsingu sem kom frá Seðlabankanum í gær vegna umræðu um það hver hefði tekið ákvörðun um hækkun stýrivaxta um helming. Í yfirlýsingunni hefði í raun komið fram að ákvörðun um stýrivaxtahækkun hefði ekki verið tekin af Seðlabankanum heldur af alþjóðlegri stofnun í samstarfi við ríkisstjórnina. Stóra spurningin væri sú hvort Seðlabankinn væri vegna þessa enn sjálstæð stofnun og hvort breyta hefði þurft lögum áður en vaxtaákvörðunin var tekin. Geir H. Haarde sagði að í viðræðum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn sem fulltrúar Seðlabankans og ríkisstjórnar hefðu átt hafi verið gert bráðabirgðasamkomulag sem kynnt hefði verið síðasta föstudag. Endanlegt samkomulag ætti eftir að fá samþykki stjórnar sjóðsins og ekki væri hægt að birta það í heild sinni. Það væri í mörgum liðum en í grunninn byggt á yfirlýsingu eða bréfi frá íslenskum stjórnvöldum sem yrði tekið fyrir á fundi stjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Í samkomulaginu væri gert ráð fyrir vissum sveigjanleika varðandi vaxtastigið og það hefði legið fyrir að í upphafi þyrfti að hækka vexti því það vantaði viðspyrnu á gjaldeyrismarkaði. Vaxtahækkunin hefðu þurft að koma til áður en samkomulagið yrði tekið fyrir hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Seðlabankinn tæki hina formlegu ákvörðun um hækkun vaxta og þar með gæti sá hluti samkomulagsins ekki verið leynarmál. Valgerður sagðist ekki vera að gagnrýna hækkunina sem slíka heldur hvernig hún birtist og þau misvísandi skilaboð sem hefðu borist frá ríkisstjórninni, stjórnarflokkunum og Seðlabankanum. Geir ítrekaði að Seðlabankinn hefði formlega tekið stýrivaxtaákvörðunina og kynnt hana enda væru þetta vextirnir sem yrðu í viðskiptum við aðra banka. Að baki ákvörðuninni lægi samkomulag þriggja aðila, sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans.
Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Sjá meira