Erlent

Obama mun funda með McCain á mánudag

Barack Obama
Barack Obama

Barack Obama, verðandi forseti Bandaríkjanna, mun hitta öldungadeildarþingmannin og fyrrverandi mótframbjóðanda sinn, John McCain, næstkomandi mánudag. Þeir munu ræða það hvernig þeir geti unnið saman að fjölmörgum erfiðum viðfangsefnum sem þjóðin stendur andspænis. Þetta verður fyrsti fundur þeirra frá því að Obama var kjörinn forseti þann 4. Nóvember síðastliðinn.

„Það er vel þekkt að þeir deila þeirri skoðun að Bandaríkjamenn vilji og eigi skilið skilvirkari ríkisstjórn og munu ræða leiðir til þess að gera það að veruleika," sagði Stephanie Cutter, talsmaður Obama, þegar að hann tilkynnti um fundinn.

Ráðgjafar bæði Obama og McCains segjast ekki vænta þess að sá fyrrnefndi muni bjóða þeim síðarnefnda sæti í ríkisstjórn sinni. Hins vegar vilji hann að McCain styðji sig í öldungadeildinni varðandi málefni sem þeir leggja báðir áherslu á, ekki síst loftslagsmál.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×