Roger Federer er kominn í undanúrslit á opna bandaríska meistaramótinu í tennis eftir að hafa borið sigurorð af Gilles Muller frá Lúxemborg í þremur settum.
Muller veitti Federer verðuga samkeppni í fyrsta settinu sem Federer vann í bráðabana, 7-6 (7-5).
Hann náði svo að vinna annað settið 6-4 en Muller neitaði að gefast upp og barðist áfram.
Þriðja settið vann Federer með sama mun og það fyrsta, 7-6 (7-5).
Hann mætir annað hvort Novak Djokovic eða Andy Roddick í undanúrslitum og má búast við mun erfiðari andstæðingi en Federer mætti í kvöld.
Federer í undanúrslit
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Lehmann færir sig um set á Ítalíu
Fótbolti





„Þetta var bara út um allt“
Fótbolti




„Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“
Enski boltinn