Innlent

Dæmdur fyrir að slá mann í höfuðið með glerflösku

Frá Neskaupstað.
Frá Neskaupstað. MYND/GVA

Héraðsdómur Austurlands dæmdi í dag karlmann í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa slegið annan mann í höfuðið með glerflösku þannig að hann hlaut skurð á höfði.

Árásin átti sér stað við Egilsbúð á Neskaupstað í ágúst í fyrra. Maðurinn játaði sök í málinu og bar því að hann hefði heyrt það frá mörgum að fórnarlambið hefði verið áreita systur hans í heimahúsi í bænum á meðan hún var hálfrænulaus sökum ölvunar. Þessu neitaði fórnarlambið í yfirheyrslum.

Við ákvörðun refsingar var horft til þess að árásarmaðurinn væri ungur að árum og jafnframt þess að hann hafði ekki komist í kast við lögin áður. Einnig var höfð hliðsjón af því að afleiðingar árásarinnar voru ekki alvarlegar en jafnframt að árásin var stórhættuleg og til þess fallin að valda fórnarlambinu miklu tjóni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×