Lífið

Naomi nælir í rússneskan auðjöfur

Naomi Campbell og Donald Trump Rússlands: Vladislav Doronin.
Naomi Campbell og Donald Trump Rússlands: Vladislav Doronin.

Ofurfyrirsætan Naomi Campbell sem var dæmd til að sinna 200 tíma samfélagsþjónustu eftir að hún lýsti sig seka af ákæru um að hafa ráðist á tvo lögreglumenn í apríl síðastliðinn þverneitar að borga skemmdir sem hún er sökuð um að hafa unnið á rándýrum silkirúmfötum eftir dvöl sína á forsetasvítunni á Ritz Carlton hótelinu í Moskvu.

Að sögn hótelstjórans er um að ræða óbætanlegan sígarettubruna sem fyrirsætan olli þegar hún gisti á forsetasvítunni ásamt rússneska milljónamæringnum Vladislav Doronin, sem kallaður er Donald Trump Rússlands.

Vel fór á með Campbell og rússneska auðjöfrinum sem hún kynntist á kvikmyndahátíðinni í Cannes í maí.

Talsmenn Campbell svara ásökunum hinsvegar fullum hálsi: Ásakanir hótelsins á hendur Campbell eru ósannar því hún hvorki reykti á meðan á dvöl hennar stóð né kveikti á kertum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.