Lífið

Marsakeppni á Menningarnótt

MYND/Julia Staples

Marsakeppni S.L.Á.T.U.R., samtök listrænt ágengra tónsmiða umhverfis

Reykjavík, fer fram í fyrsta sinn á Menningarnótt, laugardaginn 23. ágúst. S.L.Á.T.U.R. óskar eftir mörsum fyrir lúðrasveit samtakana og verða veitt verðlaun fyrir besta marsinn.

Lúðrasveit S.L.Á.T.U.R. mun síðan leika marsana bæði í skrúðgöngu og á sviði. Veitt verða vegleg verðlaun fyrir besta marsinn svo og aukaverðlaun fyrir marsa sem þykja skara fram úr á ákveðnu sérsviði.

Öllum er frjálst að senda inn mars en sérstök dómnefnd mun velja marsa til flutnings í keppninni. Frestur að senda inn marsa er 11. ágúst 2008. Tekið er við nótum á netfanginu slatur@slatur.is og skal notast við pdf. skráarsnið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.