Íslendingur í miðjum stríðsátökum í Líbanon 8. maí 2008 20:15 Einar Örn Einarsson /Myndin er fengin að láni á bloggsíðu Einars. Einar Örn Einarsson er þrítugur hagfræðingur. Hann starfar sem framkvæmdarstjóri á veitingastaðnum Serranos sem hann á með vini sínum. Einar er nú staddur í Líbanon að ferðast og fór yfir til Sýrlands í morgun. Hezbollah hafa lýst yfir stríði og bloggar Einar um ástandið eins og hann upplifir það. „Það er alveg magnað við þessi ferðalög mín að ég á það til að skilja eftir mig sviðna jörð. Ég flaug frá Cancun daginn fyrir fellibyl, eldfjall fór að gjósa þegar ég keyrði framhjá því í El Salvador og daginn sem ég var á leiðinni yfir landamærin til Kambódíu, þá var framið valdarán í Taílandi og Thaksin var steypt af stóli," skrifar Einar sem keyrði frá Líbanon yfir til Sýrlands með 5 sýrlenskum verkamönnum og bílstjára. „Og hvað gerist sama dag? Jú, Hezbollah hafa lýst yfir stríði í Líbanon." Á bloggsíðu Einars má sjá að ástandið í Líbanon hefur verið mjög eldfimt og með tilheyrandi verkföllum og fjölda hermanna á götum úti. „Í fyrradag í Trípolí var okkur tjáð að það væri verið að skipuleggja mikil mótmæli í Beirút og Trípolí og þegar ég fór útúr húsi snemma í gærmorgun var herinn mættur á aðaltorgið í Trípolí, tilbúinn fyrir allt," skrifar Einar. Þegar Einar kom svo heim eftir daginn í kvöld var augljóst að ástandið var að versna. Búið er að loka flugvellinum og ástandið á götunum orðið mjög slæmt. „Í gær ákvað svo ríkisstjórnin að stöðva símakerfi sem er rekið af Hezbollah og við það varð allt vitlaust. Nasrallah, leiðtogi Hezbollah, kom fram í sjónvarpi og lýsti yfir stríði á hendur stjórnvöldum. Í dag og í kvöld hafa svo staðið yfir bardagar á milli súnníta og shíta í borginni. Það er vonandi fyrir þessa blessuðu þjóð að þetta sé ekki upphafið á einhverju slæmu." Hægt er að fylgjast með Einar á bloggsíðu hans. Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Sjá meira
Einar Örn Einarsson er þrítugur hagfræðingur. Hann starfar sem framkvæmdarstjóri á veitingastaðnum Serranos sem hann á með vini sínum. Einar er nú staddur í Líbanon að ferðast og fór yfir til Sýrlands í morgun. Hezbollah hafa lýst yfir stríði og bloggar Einar um ástandið eins og hann upplifir það. „Það er alveg magnað við þessi ferðalög mín að ég á það til að skilja eftir mig sviðna jörð. Ég flaug frá Cancun daginn fyrir fellibyl, eldfjall fór að gjósa þegar ég keyrði framhjá því í El Salvador og daginn sem ég var á leiðinni yfir landamærin til Kambódíu, þá var framið valdarán í Taílandi og Thaksin var steypt af stóli," skrifar Einar sem keyrði frá Líbanon yfir til Sýrlands með 5 sýrlenskum verkamönnum og bílstjára. „Og hvað gerist sama dag? Jú, Hezbollah hafa lýst yfir stríði í Líbanon." Á bloggsíðu Einars má sjá að ástandið í Líbanon hefur verið mjög eldfimt og með tilheyrandi verkföllum og fjölda hermanna á götum úti. „Í fyrradag í Trípolí var okkur tjáð að það væri verið að skipuleggja mikil mótmæli í Beirút og Trípolí og þegar ég fór útúr húsi snemma í gærmorgun var herinn mættur á aðaltorgið í Trípolí, tilbúinn fyrir allt," skrifar Einar. Þegar Einar kom svo heim eftir daginn í kvöld var augljóst að ástandið var að versna. Búið er að loka flugvellinum og ástandið á götunum orðið mjög slæmt. „Í gær ákvað svo ríkisstjórnin að stöðva símakerfi sem er rekið af Hezbollah og við það varð allt vitlaust. Nasrallah, leiðtogi Hezbollah, kom fram í sjónvarpi og lýsti yfir stríði á hendur stjórnvöldum. Í dag og í kvöld hafa svo staðið yfir bardagar á milli súnníta og shíta í borginni. Það er vonandi fyrir þessa blessuðu þjóð að þetta sé ekki upphafið á einhverju slæmu." Hægt er að fylgjast með Einar á bloggsíðu hans.
Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Sjá meira