Leifur rekinn: Tímasetningin óheppileg Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. ágúst 2008 11:57 Leifur Garðarsson var í gær rekinn sem þjálfari Fylkis. Mynd/E. Stefán Ámundi Halldórsson, meðstjórnandi í meistaraflokksráði karla hjá Fylki, harmar slæma tímasetningu á uppsögn Leifs Garðarssonar sem þjálfara liðsins. Leifur var sagt upp störfum í gær sem og Jóni Sveinssyni, aðstoðarþjálfara meistaraflokks karla. Ámundi staðfesti þetta og einnig að stjórn félagsins hefði rætt um að Páll Einarsson og Sverrir Sverisson myndu taka að sér þjálfun liðsins. Ámundi sagði að frekari tíðinda væri að vænta síðar í dag af þjálfaramálum félagsins. Þetta er í fyrsta sinn sem einn forsvarsmanna knattspyrnudeildar Fylkis tjáir sig um uppsögn þeirra Leifs og Jóns. Vísir hefur margítrekað reynt að ná í Hörð Antonsson, formann meistaraflokksráðsins, en án árangurs. Fleiri fréttastofur, til að mynda hjá Stöð 2 og Morgunblaðinu, höfðu sömu sögu að segja. Spurður hvort að um skyndiákvörðun hafi verið að ræða sagði Ámundi að það væri að sumu leyti rétt. „Svona ákvarðanir eru oft teknar með stuttum fyrirvara og svona lagað gerist oft mjög hratt. En þetta var búið að vera í undirmeðvitundinni hjá mönnum þó þetta hafi ekki verið rætt innan ráðsins fyrr en stuttu áður en hlutirnir gerðust," sagði Ámundi. Í hádeginu var í gær haldinn blaðamannafundur í tengslum við leikina í undanúrslitum bikarkeppni karla. Fylkir mætir Fjölni á sunnudaginn á Laugardalsvelli. Þar sat Leifur Garðarsson fyrir svörum fjölmiðlamanna og þar var einnig formaðurinn Hörður Antonsson. Var búið að taka ákvörðunina um að reka Leif fyrir blaðamannafundinn? „Það var búið að ræða þetta mál en ekki taka endanlega ákvörðun. Það er enda erfitt að fara af stað með eitthvað án þess að vera með eitthvað í bakhöndinni. Það er núna að verið að skoða þessa möguleika sem og vonandi er hægt að segja frá þeim síðar í dag," sagði Ámundi. „En það var mjög leiðinlegt að þessi fundur þurfti að hitta á þennan dag. Svo má deila fram og til baka um hvað sé hentug tímasetning fyrir svona lagað og hvað ekki. Þetta var vissulega óheppilegt, ég skal taka undir það." Fylkir tapaði fyrir KR á miðvikudagskvöldið, 2-0, og mætir svo Fjölni strax á sunnudaginn. Eftir þann leik er frí framundan í deildinni vegna landsleikjanna í undankeppni HM 2010. Ámundi sagði að helsta ástæðan fyrir því að taka þessa ákvörðun nú í stað þess að bíða var sú að gengi liðsins að undanförnu hafi ekki staðið undir væntingum. „Við vonuðumst til í þessum þremur leikjum gegn ÍA, HK og Þrótt sem eru á svipuðum slóðum og við í deildinni að hlutirnir myndu breytast og taka U-beygju. Út úr þessum leikjum komu ekki nema þrjú stig og okkur fannst lítil sem engin breyting á spilamennsku liðsins. Svo er þessi mikilvægi leikur við Fjölni framundan og þar sem við töldum að þær breytingar sem þurfti til hafi ekki verið til staðar myndi það ekki heldur gerast í þessum leik." „Þetta er vissulega allt matsatriði og vissulega er stutt í næsta leik og óþarflega mikill hraði á hlutunum. En svona er þetta stundum í þessum bransa," bætti Ámundi við. Engar breytingar eru fyrirhugaðar á leikmannahópi liðsins. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Sjá meira
Ámundi Halldórsson, meðstjórnandi í meistaraflokksráði karla hjá Fylki, harmar slæma tímasetningu á uppsögn Leifs Garðarssonar sem þjálfara liðsins. Leifur var sagt upp störfum í gær sem og Jóni Sveinssyni, aðstoðarþjálfara meistaraflokks karla. Ámundi staðfesti þetta og einnig að stjórn félagsins hefði rætt um að Páll Einarsson og Sverrir Sverisson myndu taka að sér þjálfun liðsins. Ámundi sagði að frekari tíðinda væri að vænta síðar í dag af þjálfaramálum félagsins. Þetta er í fyrsta sinn sem einn forsvarsmanna knattspyrnudeildar Fylkis tjáir sig um uppsögn þeirra Leifs og Jóns. Vísir hefur margítrekað reynt að ná í Hörð Antonsson, formann meistaraflokksráðsins, en án árangurs. Fleiri fréttastofur, til að mynda hjá Stöð 2 og Morgunblaðinu, höfðu sömu sögu að segja. Spurður hvort að um skyndiákvörðun hafi verið að ræða sagði Ámundi að það væri að sumu leyti rétt. „Svona ákvarðanir eru oft teknar með stuttum fyrirvara og svona lagað gerist oft mjög hratt. En þetta var búið að vera í undirmeðvitundinni hjá mönnum þó þetta hafi ekki verið rætt innan ráðsins fyrr en stuttu áður en hlutirnir gerðust," sagði Ámundi. Í hádeginu var í gær haldinn blaðamannafundur í tengslum við leikina í undanúrslitum bikarkeppni karla. Fylkir mætir Fjölni á sunnudaginn á Laugardalsvelli. Þar sat Leifur Garðarsson fyrir svörum fjölmiðlamanna og þar var einnig formaðurinn Hörður Antonsson. Var búið að taka ákvörðunina um að reka Leif fyrir blaðamannafundinn? „Það var búið að ræða þetta mál en ekki taka endanlega ákvörðun. Það er enda erfitt að fara af stað með eitthvað án þess að vera með eitthvað í bakhöndinni. Það er núna að verið að skoða þessa möguleika sem og vonandi er hægt að segja frá þeim síðar í dag," sagði Ámundi. „En það var mjög leiðinlegt að þessi fundur þurfti að hitta á þennan dag. Svo má deila fram og til baka um hvað sé hentug tímasetning fyrir svona lagað og hvað ekki. Þetta var vissulega óheppilegt, ég skal taka undir það." Fylkir tapaði fyrir KR á miðvikudagskvöldið, 2-0, og mætir svo Fjölni strax á sunnudaginn. Eftir þann leik er frí framundan í deildinni vegna landsleikjanna í undankeppni HM 2010. Ámundi sagði að helsta ástæðan fyrir því að taka þessa ákvörðun nú í stað þess að bíða var sú að gengi liðsins að undanförnu hafi ekki staðið undir væntingum. „Við vonuðumst til í þessum þremur leikjum gegn ÍA, HK og Þrótt sem eru á svipuðum slóðum og við í deildinni að hlutirnir myndu breytast og taka U-beygju. Út úr þessum leikjum komu ekki nema þrjú stig og okkur fannst lítil sem engin breyting á spilamennsku liðsins. Svo er þessi mikilvægi leikur við Fjölni framundan og þar sem við töldum að þær breytingar sem þurfti til hafi ekki verið til staðar myndi það ekki heldur gerast í þessum leik." „Þetta er vissulega allt matsatriði og vissulega er stutt í næsta leik og óþarflega mikill hraði á hlutunum. En svona er þetta stundum í þessum bransa," bætti Ámundi við. Engar breytingar eru fyrirhugaðar á leikmannahópi liðsins.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Sjá meira