Enski boltinn

Toure frá í tvær vikur

Elvar Geir Magnússon skrifar

Kolo Toure, varnarmaður Arsenal, verður frá vegna meiðsla á öxl næstu tvær vikurnar. Hann fór meiddur af velli í leiknum gegn Everton um síðustu helgi.

Meiðslin eru ekki alvarleg en gætu þó orðið til þess að Toure missi af fjórum leikjum. Þar á meðal leiknum gegn Fenerbahce sem nú stendur yfir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×