Fótbolti

Löw hugsaði um að hætta

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Joachim Löw og Michael Ballack.
Joachim Löw og Michael Ballack. Nordic Photos / AFP
Joachim Löw íhugaði að hætta þjálfun þýska landsliðsins eftir að liðið tapaði fyrir Króatíu í riðlakeppninni.

Síðan þá hefur þýska liðið náð sér vel á strik og er komið í undanúrslit þar sem liðið mætir Tyrkjum.

„Það hvarflaði að mér að hætta," sagði hann í samtali við þýska blaðið Welt am Sonntag. „En ég reynda að hugsa jákvætt og ekki láta þetta draga mig niður. Ég reyni að halda jákvæðni á lofti í liðinu."

Hefði Austurríki unnið Þýskaland í lokaumferð riðlakeppninnar hefðu þeir síðarnefndu fallið úr leik.

„Ef það hefði gerst hefðum við þurft að setjast niður og íhuga hvort það myndi borga sig að halda áfram," sagði Löw.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×