Lífið

Bréf Bond-höfundar seldust á tvær milljónir

Bréf Ian Fleming, höfundar James Bond, við Miss Moneypenny seldust fyrir rúmlega 14 þúsund pund á uppboði í dag. Það er fimmfalt hærri upphæð en búist hafði verið við en hún samsvarar tveimur milljónum íslenskra króna. Um er að ræða fjögur bréf Fleming til ritara hans Jean Frampton sem ætíð hefur verið talin fyrirmynd hans að Miss Moneypenny.

Í þeim er minnst á bækurnar Thunderball, Live and Let Die og The Man with the Golden Gun.

Fleming og Framton hittust aldrei en hún var ráðin til að vélrita upp 007 handrit hans. Hún var einnig nokkurs konar ritstjóri og fyrsta manneskjan til að lesa bækurnar.

Hún var greinilega áhugasöm um ævintýri njósnarans og spurði Fleming: „Ég sé enn eftir því hvernig Thunderball endaði. Hvað með Blofeld, mun hann lifa til að berjast seinna?"






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.