Lífið

Indiana Jones stjarna í vanda

Leikarinn ungi Shia LaBeouf, sem fer með eitt af aðalhlutverkunum í myndinni Indiana Jones, Kingdom of the Crystal Skull, var valdur að hörðum árekstri aðfaranótt sunnudags.

22 ára leikarinn slasaðist illa á hendi við áreksturinn, farþeginn í bíl leikarans slapp ómeiddur og ökumaður bifreiðarinnar sem hann keyrði á slapp einnig ómeiddur. LaBeouf var handtekinn í kjölfarið grunaður um ölvunarakstur en pallbíll hans er illa farinn eins og myndirnar sýna.

Talsmaður leikarans segir LaBeouf hafa gengið undir aðgerð á hendi eftir áreksturinn og áætlar að hann mæti innan tíðar á tökustað myndarinnar Transformers 2 þar sem hann fer með eitt af aðalhlutverkunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.