Innlent

Lögregla rannsakar neyðarsendingu

Lögreglan á Húsavík fer með rannsókn málsins.
Lögreglan á Húsavík fer með rannsókn málsins.

Neyðarsending barst Flugstoðum klukkan tíu mínútur yfir tíu í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá Flugstoðum er ekkert sem bendir til að um flugvél sé að ræða heldur barst sendingin frá jörðu niðri, nærri Tungufelli við Skjálfandafljót.

Vél Flugstoða var á leið norður í öðrum erindagjörðum og flaug yfir svæðið. Ekkert athugavert fannst, og var málinu því vísað til lögreglunnar á Húsavík.

Björgunarsveitir voru sendar á svæðið sem er inni á Sprengisandsleið um 15-16 kílómetrum ofan við Íshólsvatn efst í Bárðardal. Unnið er að því að staðsetja hvaðan merkið barst, en endanleg staðsetning liggur ekki fyrir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×