Innlent

Skjálfti upp á 3,7 fannst vel á Selfossi

Þessi mynd er frá stóra skjálftanum sem var á þessu svæði í sumar.
Þessi mynd er frá stóra skjálftanum sem var á þessu svæði í sumar.

Nokkuð snarpur skjálfti 10-12 km norður af Þorlákshöfn varð klukkan 14;17 í dag. Óyfirfarnar frumniðurstöður Veðurstofu Íslands benda til að skjálftinn hafi verið 3,7 á richter. Íbúi á Selfossi fann vel fyrir skjálftanum og eins fannst hann í Selárhverfinu í Reykjavík.

„Ég var nú bara ný löggst upp í rúm þegar hann kom. Hurðirnar í skápnum hjá mér hristust aðeins og þetta var óþægilegt," segir Ásdís Sigurðardóttir sem býr í blokk á Selfossi.

„Þetta var ekkert ofsalega gaman, en ég panikkaði nú ekkert," segir Ásdís sem fann vel fyrir skjálftanum.

Samvkæmt upplýsingum frá Veðurstofu hefur ekki verið mikil virkni á þessu svæði undanfarið en nokkur virkni var utan Reykjaneshrygg í allan nótt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×