Innlent

Ekkert ESB-lán fyrr en Icesave-deilan leysist

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ætlar ekki að veita Íslendingum lán nema gengið verði frá skuldbindingum vegna Icesave fyrst. Reuters fréttastofan hefur þetta eftir Johannesi Laitenberger, talsmanni framkvæmdastjórnarinnar.

Hann segir að íslensk stjórnvöld hafi formlega beðið framkvæmdastjórnina um aðstoð. Lánið yrði ekki stórt og háð því að gengið yrði frá tryggingum vegna innlána sem þegnar ESB ríkja áttu íslenskum bönkum. Laitenberger segir fulltrúa í framkvæmdastjórninni sannfærða um að hægt verði að semja um þetta.

Um leið og samkomulag liggi fyrir verði hægt að semja um lítið lán sem yrði aðeins pólitískt táknrænt. Því myndi fylgja fyrirgreiðsla frá öðrum ríkjum Evrópusambandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×