Lífið

Ef eldhúsið er skítugt get ég ekki sofnað, segir Geir Ólafs

Geir Ólafsson einlægur og opinskár í kvennaþættinum Mér finnst.
Geir Ólafsson einlægur og opinskár í kvennaþættinum Mér finnst.

„Ég elda aldrei en ég þríf alltaf. Ég skúra því ég vil hafa hreint í kringum mig. Ef ég veit að eldhúsið er skítugt þá get ég ekki sofnað. Ég verð að hafa hreint í eldhúsinu," segir Geir Ólafsson söngvari meðal annars í þættinum Mér finnst sem sýndur er á sjónvarpsstöðinni ÍNN þar sem hann spjallar við Sigríði Klingenberg, Ásdísi Olsen, Heru Björk og Kolfinnu Baldvins.

Fékk David Beckham sængurver frá mömmu

„Einu sinni var það þannig að ég flutti heim til mömmu í smá tíma þegar hlutirnir gengu ekki alveg upp. Þegar ég kom heim þá hafði mamma keypt David Beckham sængurver handa mér og þá var ég þrítugur. Þá var bara litli strákurinn kominn heim og mér fannst það bara fallegt. Ég var að fíla þetta þó ég hafi dauðskammast mín fyrir þetta. Ég er heppinn að eiga góða mömmu," segir Geir á jákvæðu nótunum. Sjá þáttinn hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.